Gagnagrunnurinn stækkar

Glatkistan G  logoEnn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar. Síðustu vikurnar hefur áherslan verið lögð á bókstafinn „R“ en hann hefur að geyma fjölmörg þekkt nöfn og önnur minna þekkt. Þarna má nefna hljómsveitir og flytjendur eins og Reyni Jónasson, Rikshaw, Rifsberju og Risaeðluna svo einhver nöfn séu upp talin.

Margar ábendingar og viðbætur hafa komið frá lesendum vefsíðunnar og er allt slíkt áfram vel þegið. Þær má senda á netfangið glatkistan@glatkistan.com, fréttatilkynningar og viðburðaauglýsingar sendist á vidburdir@glatkistan.com.