S.B.K. (1996)

engin mynd tiltækS.B.K. var flytjandi á safnplötunni Lagasafnið 5: Anno 1996 og átti þar tvö lög sem voru í rokkaðri kanti poppsins.

Engar upplýsingar er að finna um hvað S.B.K. stendur fyrir en meðlimir á safnplötunni voru söngvararnir Halldór J. Jóhannesson og Vignir Daðason, Bragi Bragason gítarleikari, Þórður Hilmarsson gítarleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari, Pétur Hjaltested hljómborðsleikari og Sigurður Kristinsson trommuleikari.

Að öllum líkindum var ekki um starfandi hljómsveit að ræða heldur hljóðversband sett saman fyrir þessa útgáfu.