S.A.M. (1993)

Ekki liggur fyrir hver S.A.M. var/voru en þessi flytjandi átti lag á safnplötunni Lagasafninu 3 sem kom út 1993. Það sama ár söng Berglind Björk Jónasdóttir með S.A.M. á Hótel Sögu en ekki liggur fyrir hvort um sama flytjanda er að ræða, eða hvort viðkomandi var hljómsveit eða einstaklingur. Allar upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Sahara [1] (um 1975)

Hljómsveitin Sahara var starfandi á Laugarvatni um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum var um að ræða sveit skipaða nemum úr íþróttakennaraskólanum, menntaskólanum og héraðsskólanum á staðnum Það voru þeir Ísólfur Gylfi Pálmason trommuleikari, Konráð Jakob Stefánsson gítarleikari og Bergþór Morthens gítarleikari sem mönnuðu þessa sveit auk eins eða tveggja í viðbót, óskað…

Sagan (1972)

Hljómsveit sem bar heitið Sagan (Saga?) mun hafa verið starfandi árið 1972 í Reykjavík. Allar tiltækar upplýsingar óskast um þessa sveit.

Safnarabúðin [annað] (1974-2007)

Safnarabúðin er líkast til þekktasta verslun hérlendis sem hefur haft með kaup/sölu á notuðum plötum að gera. Verslunin var sett á laggirnar í janúar 1974 af Sæmundi B. Elímundarsyni og var í fyrstu helguð frímerkjum mestmegnis. Smám saman bættust við bækur, tímarit, plötur og kassettur, og enn síðar videóspólur, geislaplötur og dvd-diskar. Safnarabúðin var fyrst…

Safír-sextett (1961-65)

Safír-sextettinn var eins og nafnið gefur til kynna sex manna hljómsveit sem skartaði að auki tveim söngvurum, og starfaði um árabil á Suðurlandsundirlendinu. Sveitin var skipuð meðlimum úr Árnes- og Rangárvallasýslum en hún mun hafa verið stofnuð 1961 upp úr Tónabræðrum (og hét reyndar Caroll quintet um tíma). Í upphafi voru í henni m.a. Jóhannes…

Safír [2] (1971-73)

Á Dalvík starfaði hljómsveit sem bar heitið Safír, á árunum 1971 til 73 en hún var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hugsjón. Meðlimir Safír voru Hafliði Ólafsson söngvari, hljómborð- og harmonikkuleikari, Friðrik Friðriksson trommuleikari og söngvari, Einar Arngrímsson bassaleikari, Rúnar Rósmundsson gítarleikari og söngvari og Sigurpáll Gestsson gítarleikari. Safír hafði þá sérstöðu meðal hljómsveita norðan heiða…

S.V.O. tríóið (1948)

S.V.O. tríóið starfaði á Flateyri í fáeinar vikur síðsumars 1948. Það voru Sveinn Hafberg [?], Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) harmonikku- og píanóleikari og Óskar Magnússon [?] sem skipuðu tríóið en nafn þess var myndað úr upphafsstöfum þeirra.

S.S.K. (1992)

Hljómsveitin S.S.K. starfaði á Húsavík sumarið 1992 og spilaði rokk í harðari kantinum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar, fyrir hvað skammstöfunin stóð eða hversu lengi hún starfaði. S.S.K. var þó að öllum líkindum skammlíf sveit.

S.h. draumur – Efni á plötum

S.h. draumur – Listir með orma [snælda] Útgefandi: Gramm / Kramm Útgáfunúmer: Gramm 13 / Kramm 3 Ár: 1983 1. Kjötbrúðan 2. Hann var góður maður 3. Orð 4. 6:21 5. Dauðar hetjur 6. Stórveldi 7. Smile baby smile! 8. Flekaðu mig 9. Kondu í skóginn 10. Það er geðveiki í ættinni 11. Plastík Ástríður…

S.h. draumur (1982-88)

Hljómsveitin S.h. draumur (Svarthvítur draumur) starfaði um sex ára skeið, mestan þann tíma neðanjarðar með lítinn en tryggan aðdáendahóp en varð líkt og Ham, þekktari eftir andlát sitt og fékk á sig goðsagnakenndan stimpil með almennari vinsældum síðar meir. Tilurð sveitarinnar má rekja til þess að í Kópavogi hafði Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni) starfrækt…

S.B.K. (1996)

S.B.K. var flytjandi á safnplötunni Lagasafnið 5: Anno 1996 og átti þar tvö lög sem voru í rokkaðri kanti poppsins. Engar upplýsingar er að finna um hvað S.B.K. stendur fyrir en meðlimir á safnplötunni voru söngvararnir Halldór J. Jóhannesson og Vignir Daðason, Bragi Bragason gítarleikari, Þórður Hilmarsson gítarleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari, Pétur Hjaltested hljómborðsleikari og…

Sahara [2] (1987)

Sveit með þessu nafni var starfandi árið 1987 og keppti þá í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina. Engar upplýsingar liggja fyrir um skipan þessarar sveitar.

Afmælisbörn 8. janúar 2017

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sextíu og átta ára, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu, Gleðigjöfunum, Stefnumótum…