Safír [2] (1971-73)

Safír frá Dalvík

Á Dalvík starfaði hljómsveit sem bar heitið Safír, á árunum 1971 til 73 en hún var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hugsjón.

Meðlimir Safír voru Hafliði Ólafsson söngvari, hljómborð- og harmonikkuleikari, Friðrik Friðriksson trommuleikari og söngvari, Einar Arngrímsson bassaleikari, Rúnar Rósmundsson gítarleikari og söngvari og Sigurpáll Gestsson gítarleikari.

Safír hafði þá sérstöðu meðal hljómsveita norðan heiða að nota hljómsveitarbíl, gamla lögreglubifreið frá Ólafsfirði sem þeir félagar festu kaup á og máluðu í skrautlegum litum.