Safír-sextett (1961-65)

safir-sextett-1963

Safír-sextett árið 1963

Safír-sextettinn var eins og nafnið gefur til kynna sex manna hljómsveit sem skartaði að auki tveim söngvurum, og starfaði um árabil á Suðurlandsundirlendinu.

Sveitin var skipuð meðlimum úr Árnes- og Rangárvallasýslum en hún mun hafa verið stofnuð 1961 upp úr Tónabræðrum (og hét reyndar Caroll quintet um tíma). Í upphafi voru í henni m.a. Jóhannes Sveinbjörnsson sem stofnaði Safír og Jón Svanur Pétursson harmonikkuleikari en frá haustinu 1963 voru meðlimir hennar Bjarni Sigurðsson bassaleikari, Bragi Árnason trommuleikari, Theódór Kristjánsson píanóleikari, Sighvatur Eiríksson gítarleiakri, Björn Þórarinsson gítarleikari og Guðmar Ragnarsson saxófónleikari. Hjördís Geirsdóttir og Árni Ísaksson voru söngvarar Safír-sextetts.

Þessi sveit mun hafa keypt gamlan mjólkurbíl af Mjólkurbúi Flóamana á Selfossi og breytt honum í hljómsveitarbíl, þannig ferðaðist hún milli félagsheimila kjördæmisins.