
Sahara
Hljómsveitin Sahara var starfandi á Laugarvatni um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum var um að ræða sveit skipaða nemum úr íþróttakennaraskólanum, menntaskólanum og héraðsskólanum á staðnum
Það voru þeir Ísólfur Gylfi Pálmason trommuleikari, Konráð Jakob Stefánsson gítarleikari og Bergþór Morthens gítarleikari sem mönnuðu þessa sveit auk eins eða tveggja í viðbót, óskað er eftir upplýsingum um þá.