Yoshiyuki Tao (1948-)

Yoshiyuki Tao

Japanski orgelleikarinn Yoshiyuki Tao (fæddur 1948) kom hingað til lands haustið 1975 og hélt hér tónleika í Háskólabíói í boði Hljóðfæraverslunar Poul Bernburg en Japaninn var þá á tónleikaferðalagi um Evrópu. Þrátt fyrir að hann dveldi hér einungis í fjóra daga lék hann einnig nokkur lög sem tekin voru upp í Sjónvarpssal, og tók upp tólf laga plötu í Hljóðrita í Hafnarfirði sem síðan kom út á vegum Steina fyrir jólin 1975.

Á plötunni sem hlaut titilinn Yoshiyuki Tao leikur á Yamaha rafmagnsorgel, voru mestmegnis erlend lög en einnig sex íslensk lög, eftir Sigfús Halldórsson og Oddgeir Kristjánsson. Platan fékk ágæta dóma í Þjóðviljanum.

Yoshiyuki Tao kom aftur til Íslands 1980, þá á vegum Orgelskóla Yamaha, og hélt aftur tónleika í Háskólabíói. Síðan hefur lítið til hans spurst.

Efni á plötum