Thalia (1978-80)

Thalia

Hljómsveitin Thalia var húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum um tíma.

Sveitin var stofnuð haustið 1978 og tók til starfa í Leikhúskjallaranum um áramótin 1978-79. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sigurður Þórarinsson píanó- og orgelleikari, Garðar Karlasson gítar- og bassaleikari, Grétar Guðmundsson söngvari og trommuleikari og Anna Vilhjálmsdóttir söngkona en hún var þá nýkomin aftur heim til Íslands eftir áradvöl í Bandaríkjunum.

Thalia starfaði fram til hausts 1980.