Skuggar [12] (1974-86)
Danshljómsveitin Skuggar var starfrækt um töluvert langt skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en ekki er þó ljóst hvort hún starfaði alveg samfellt. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1974, hún var lengst af tríó sem ráðin var sem húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum og spilaði hún þar að minnsta kosti fram á vorið 1979.…