Rondó sextettinn (1960-64)

engin mynd tiltækÍ Vestmannaeyjum var blómlegt djasstónlistarlíf eftir miðja síðustu öld og þar voru fremstir í flokki Guðni Agnar Hermansen og nokkrir aðrir. Guðni hafði starfrækt GH sextettinn um tíma en með mannabreytingum tóku þeir upp nýtt nafn árið 1960, Rondó sextettinn.

Rondó sextettinn var líkast til alla tíð skipaður sama mannskapnum að mestu, Guðni lék á saxófón en aðrir meðlimir sextettsins voru tvíburarnir Valgeir gítarleikari og Huginn klarinettuleikari Sveinbjörnssynir, Aðalsteinn Brynjólfsson bassaleikari, Sigurjón Jónasson (Nonni í Skuld) trommuleikari og Erling Ágústsson víbrafónleikari og söngvari.  Einhverjir aðrir söngvarar komu við sögu Rondós, Jón Stefánsson og Gerða (Þorgerður) Sigurvinsdóttir hafa verið nefnd í því samhengi. Hugsanlega var Sigurður Þórarinsson trymbill sveitarinar í upphafi.

Sveitin lék mest á heimaslóðum af því best er vitað og starfaði til ársins 1964. Upptökur með Rondó sextettnum hafa varðveist.