Afmælisbörn 27. ágúst 2015
Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Sigríður Maggý Magnúsdóttir (Sigga Maggý) söngkona átti afmæli á þessum degi en hún lést árið 2009. Sigga Maggý var fædd 1934, hún var gift harmonikkuleikaranum Ásgeiri Sverrissyni og söng lengi með gömludansasveit hans, Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar á öldurhúsum höfuðborgarinnar. Ein fjögurra laga plata kom út með…