Nýtt myndband við Vísur Vatnsenda-Rósu
Söngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui tóku nýlega upp myndband við sjávarsíðuna í Reykjavík með hinu ástkæra lagi Vísur Vatnsenda-Rósu eftir Jón Ásgeirsson. Myndbandið gerði Torfi Frans Ólafsson. Guðrún Jóhanna hefur unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum söngkeppnum svo sem the Kathleen Ferrier Song Prize í Wigmore Hall og komið fram á…