Tónlistarmaðurinn Árni Scheving starfrækti að minnsta kosti þrívegis hljómsveitir á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, sem féllu undir sextetts-hugtakið og líklega var skipan þeirra sveita með mismunandi hætti.
Árið 1982 setti hann saman sextett í eigin nafni sem lék á djasstónleikum í tilefni af 50 ára afmælishátíð FÍH, engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar sveitar. Það sama má segja um Sextett Árna Scheving sem lék á djasstónleikum RÚREK vorið 1991 en tveimur árum (1991) síðar var hann aftur með sveit í eigin nafni á Jazzhátíð Egilsstaða en þá sveit skipuðu auk hans sjálfs (sem lék á víbrafón) þau Linda Walker söngkona, Viðar Alfreðsson trompetleikari, Tómas R. Einarsson bassaleikari, Árni Ísleifsson píanóleikari og Sigurður Þórarinsson trommuleikari