City sextett (1959-60)

City sextett

City sextettinn (einnig City kvintettinn – fór eftir stærð hverju sinni) starfaði veturinn 1959-60 og var þá nokkuð áberandi á dansstöðum borgarinnar, lék töluvert í Þórscafé og Iðnó en einnig uppi á Keflavíkurflugvelli.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kjartan Norðfjörð víbrafónleikari, Björn Gunnarsson trommuleikari, Rögnvaldur Árelíusson saxófónleikari, Garðar Karlsson gítar- og bassaleikari og Sigurður Þórarinsson píanóleikari.

Ýmsir söngvarar lögðu sveitinni lið og þeirra á meðal voru Díana Magnúsdóttir, Sigurður Johnny, Emma Þórarinsdóttir, Guðbergur Auðunsson, Astrid Jensdóttir og Þór Nielsen, en þegar sá síðast taldi tók sæti sem gítarleikari í sveitinni var um sextett að ræða.