Classic Nouveau (1988)

Classic Nouveau

Classic Nouveau var all sérstök sveit en hún var strengjasveit með söngkonu, sem spilaði djasstónlist.

Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1988 og kom fram í fáein skipti en virðist síðan hafa dáið drottni sínu. Meðlimir hennar voru Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari, Bergljót Haraldsdóttir fiðluleikari, Ásdís Runólfsdóttir lágfiðluleikari og Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari, söngkonan var Elsa Waage kontra-alt.