Claustrophobia under my foreskin (1992-94)

Claustrophobia under my foreskin (Claustrofobia under my 4 skin) var ein af fjölmörgum rokksveitum sem urðu til upp úr dauðarokksenunni um 1990 þótt sveitin teldist líklega ekki til slíkra. Hér er giskað á að sveitin hafi starfað 1992-94.

Upplýsingar um meðlimi sveitarinnar eru af skornum skammti en Fróði Finnsson [gítarleikari?] var þó einn þeirra, einnig voru annað hvort þeirra Kristín Björk Kristjánsdóttir eða Böðvar Yngvi Jakobsson (eða jafnvel bæði) meðlimir hennar en upplýsingar þess eðlis má gjarnan senda Glatkistunni sem og upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar og starfstíma.