Clitoris (1981)

Hljómsveitin Clitoris var starfrækt í nokkra mánuði í Réttarholtsskóla árið 1981 og spilaði pönk.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Ingi Björnsson trommuleikari, Ólafur Steinarsson bassaleikari, Einar Gunnar Sigurðsson söngvari, Einar Stefánsson gítarleikari og Oddgeir Ólafsson gítarleikari. Einnig kom þriðji gítarleikarinn við sögu sveitarinnar en nafn hans vantar, hann lék með sveitinni á stórtónleikum í Laugardalshöllinni sem báru yfirskriftina Annað hljóð í strokkinn

Annars lék Clitoris töluvert opinberlega meðan hún starfaði, m.a. í Réttarholtsskóla, Tónabæ, Hafnarbíói og félagsmiðstöðinni Bústöðum.