Flýra (1978-79)

Hljómsveitin Flýra starfaði í Réttarholtsskóla líklega veturinn 1978-79. Meðal meðlima sveitarinnar voru þau Björk Guðmundsdóttir söngkona, Kormákur Geirharðsson trommuleikari og Einar [?] bassaleikari en upplýsingar vantar um aðra og er hér með óskað eftir þeim.

Complex [1] (1966)

Hljómsveitin Complex (Komplex) var skammlíf bítlasveit sem starfaði í Réttarholtsskóla í fáeina mánuði árið 1966. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Atlason söngvari (Ríó tríó o.fl.), Valgeir Guðjónsson gítarleikari (Stuðmenn o.fl.), Þórður Árnason gítarleikari (Þursaflokkurinn o.fl.), Gylfi Kristinsson bassaleikari (Stuðmenn o.fl.) og Eiríkur Þorsteinsson trommuleikari. Complex var sem fyrr segir skammlíf sveit, kom líkast til aðeins einu…

Clitoris (1981)

Hljómsveitin Clitoris var starfrækt í nokkra mánuði í Réttarholtsskóla árið 1981 og spilaði pönk. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Ingi Björnsson trommuleikari, Ólafur Steinarsson bassaleikari, Einar Gunnar Sigurðsson söngvari, Einar Stefánsson gítarleikari og Oddgeir Ólafsson gítarleikari. Einnig kom þriðji gítarleikarinn við sögu sveitarinnar en nafn hans vantar, hann lék með sveitinni á stórtónleikum í Laugardalshöllinni…

Grástakkar (um 1964)

Hljómsveitin Grástakkar starfaði í Réttarholtsskóla líklega árið 1964 (jafnvel örlítið fyrr) en sveitin lék mestmegnis Shadows-lög eins og svo margar unglingasveitir á þeim tíma. Sveitin var undanfari hljómsveitarinnar Toxic, og var Rafn Haraldsson trommuleikari hennar en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Grástakka.