Teppið hennar tengdamömmu (um 1990)

Teppið hennar tengdamömmu var eins konar angi af Dúkkulísunum sem starfað hafði nokkrum árum fyrr, reyndar er ekki alveg ljóst hvenær sveitin starfaði en það hefur væntanlega verið á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða fyrri hluta þess tíunda.

Teppið hennar tengdamömmu skipuðu þær Harpa Þórðardóttir hljómborðsleikari, Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari og Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari, sem allar komu úr Dúkkulísunum en auk þeirra voru Herdís Hallvarðsdóttir bassaleikari (Grýlurnar o.fl.) og Gígja Sigurðardóttir söngkona meðlimir sveitarinnar.

Sveitin lék aldrei opinberlega.