Th ok Seiðbandið (1995-98)

Seiðbandið var tónlistarhópur starfandi síðari hluta tíunda áratugarins undir stjórn fjöllistamannsins Tryggva Gunnars Hansen.

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær saga Seiðbandsins hefst en hópinn ber fyrst á góma í fjölmiðlum haustið 1995. Tryggvi Gunnar Hansen (Th), sem þá bjó í Grindavík, kom þá fram með sveitina í tengslum við myndlistasýningu hans og Sigríðar Völu Haraldsdóttur sem haldin var þar í bænum. Auk þeirra voru í Seiðbandinu Ósk Óskarsdóttir, Marteinn Þórðarson og Ólafur Þorkell Þórisson. Mun fleiri komu við sögu þess en gengu ýmist undir dulnefnum eða voru ónafngreindir.

Th og Seiðbandið sendi frá sér plötu sumarið 1998 undir titlinum Vúbbið era koma: Íslensk raf og danskvæði / Ice/electric song dances. Eins og undirtitillinn gefur til kynna var tónlistin blanda raftónlistar og íslenskrar rímna- og danshefðar. Ýmsir komu við sögu á plötunni en óljóst er hvort þeir voru hluti af Seiðbandinu eða aðeins gestir á henni, þeirra á meðal má nefna Biogen (Sigurbjörn Þorgrímsson), Þór Eldon, Jóhann Ríkarðsson [Jóa Motorhead?] og Andreu Gylfadóttur.

Platan hlaut þokkalega dóma í DV og Morgunblaðinu.

Lítíð heyrðist af Seiðbandinu eftir útgáfu plötunnar en sveitin hafði verið nokkuð virk fram að því.

Efni á plötum