Sigríður Vala Haraldsdóttir (1958-2012)

Myndlistakonan og ljósmyndarinn Sigríður Vala Haraldsdóttir (Sigga Vala) kemur lítillega við sögu íslenskrar tónlistar en hún sendi frá sér tvö lög í eigin nafni á safnkassettu um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sigríður Vala fæddist 1958 í Reykjavík, lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986 og fluttist til Svíþjóðar þar sem hún ól manninn…

Th ok Seiðbandið (1995-98)

Seiðbandið var tónlistarhópur starfandi síðari hluta tíunda áratugarins undir stjórn fjöllistamannsins Tryggva Gunnars Hansen. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær saga Seiðbandsins hefst en hópinn ber fyrst á góma í fjölmiðlum haustið 1995. Tryggvi Gunnar Hansen (Th), sem þá bjó í Grindavík, kom þá fram með sveitina í tengslum við myndlistasýningu hans og Sigríðar Völu Haraldsdóttur…