Tárið (1969-70)

Tárið

Tárið spratt upp úr Föxum sumarið 1969 en sú sveit hafði verið á faraldsfæti um Norðurlöndin og var komin ákveðin þreyta í þann mannskap.

Meðlimir Társins voru Þorgils Baldursson gítarleikari, Páll Dungal bassaleikari, Einar Óskarsson trommuleikari, Benedikt Torfaon gítarleikari og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) söngvari. Á einhverjum tímapunkti hvarf Þorgils úr sveitinni sem og líklega Laddi einnig en ekki liggur fyrir hverjir komu í stað þeirra, ennfremur tók Daníel Jörundsson sæti Einars á trommunum. Hugsanlegt er að Sven Arve Hovland hafi komið við sögur sveitarinnar einnig.

Í janúar 1970 sameinaðist Tárið hljómsveitinni Tjáningu en sveitirnar tvær höfðu þá spilað nokkuð saman á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins. Í fyrstu kallaðist sveitin Tárið/Tjáning en fékk síðar nafnið Ítök um tíma áður en Acropolis varð niðurstaðan.