Óskar Halldórsson (1921-83)

Óskar Halldórsson

Fræðimaðurinn Óskar Halldórsson var auðvitað ekki tónlistarmaður en upplestur hans á ljóðum var þekktur og var hann tíður og vinsæll gestur í dagskrá Ríkisútvarpsins á sínum tíma í því samhengi.

Óskar var fæddur 1921 í Hjaltastaðaþinghá, fluttist suður til Reykjavíkur og lauk kennara- og stúdentsprófi, varð í framhaldinu cand. mag. í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands og kenndi við Kennaraháskóla Íslands og víðar um nokkurra ára skeið. Hann varð námstjóri í íslensku við barna- og gagnfræðaskóla og dósent í íslenskum bókmenntum, ritaði bækur og fræðiinnganga að útgáfum þjóðsagna og fornrita.

Árið 1979 sendu SG-hljómplötur frá sér plötuna Óskar Halldórsson les íslenzk ljóð en á henni má heyra tuttugu ljóð eftir ýmsa íslenska höfunda s.s. Stefán Hörð Grímsson, Guðmund Böðvarsson, Stein Steinarr o.fl. í upplestri hans.

Óskar lést 1983 á sextugasta og öðru aldursári.

Efni á plötum