Óvera (1971)

Óvera frá Stykkishólmi

Hljómsveitin Óvera frá Stykkishólmi sigraði í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1971, sveitin var starfandi í nokkra mánuði að minnsta kosti eftir sigurinn í keppninni en varð líklega fremur skammlíf.

Vitað er að Gunnar Ingvarsson trommuleikari og Hinrik Axelsson bassaleikari voru meðal meðlima hennar en engar upplýsingar liggja fyrir um aðra Óveru-liða og óskast þær því sendar Glatkistunni.