Fánar (1994-95)

Fánar

Hljómsveitin Fánar var starfandi 1994 og átti meðal annars lagið Greidd skuld glatað fé, á safnplötunni Já takk, sem Japis gaf út. Meðlimir sveitarinnar í því lagi voru Magnús Einarsson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari. Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari var einhvern tímann í Fánum sem og Birgir Baldursson trommuleikari, það var 1995.
Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sveitina.