Skólahljómsveitir Héraðsskólans á Laugarvatni (1946-62)

Skólahljómsveitir munu hafa verið starfræktar við Héraðsskólann á Laugarvatni á árum áður en heimildir þ.a.l. eru nokkuð slitróttar og því við hæfi að lesendur Glatkistunnar fylli í eyður eftir því sem kostur er.

Skólahljómsveit var starfrækt við skólann árið 1946 en meðlimir hennar voru þeir Sigurður Guðmundsson píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari og Pétur Jónsson saxófónleikari.

Þá eru einnig heimildir um að innan skólans hefði verið starfandi hljómsveit veturinn 1957-58 en hún hafði að geyma Keflvíkinginn Þorstein Eggertsson söngvara, Ísfirðinginn Jón Símonarson sem lék á trommur, Vestmannaeyinginn Gísla Johnsen trompetleikara og Akureyringinn Ingimar Eydal píanóleikara.

Einnig er heimild um að héraðsskólinn og menntaskólinn á Laugarvatni hafi haft sameiginlega sveit veturinn 1961-62.