In memoriam (1993-93)

In memoriam

In memoriam

Thrashmetal hljómsveitin In memoriam úr Reykjavík var stofnuð snemma sumars 1991 upp úr annarri, Mortuary sem lenti í þriðja sæti Músíktilrauna þá um vorið.

Síðar um sumarið keppti sveitin í hljómsveitakeppni í Húnaveri sem haldin var um verslunarmannahelgina. Þar gerðin hún sér lítið fyrir og sigraði en hluti verðlaunanna var að spila á Íslendingahátíð ásamt nokkrum öðrum íslenskum sveitum í Kaupmannahöfn, um haustið.

Næsta vor (1992) keppti sveitin í Músíktilraunum og komst í úrslit, reyndar gott betur því sveitin hafnaði í öðru sæti á eftir Kolrössu krókríðandi. Sveitin var þá skipuð Árna Jónssyni söngvara, Þórarni Freyssyni bassaleikara, Vigfúsi Rafnssyni gítarleikara og Kristjáni Þ. Ásvaldssyni trommuleikara.

Síðar það sumar átti sveitin efni á safnplötunni Apocalypse en platan hafði að geyma rokk í þyngri kantinum.

Sveitin spilaði síðan áfram til vors 1993 og hafði þá gengið í gegnum einhverjar mannabreytingar.

Efni á plötum