Íslandssjokkið (1982-84)

Íslandssjokkið

Á fyrstu Músíktilraununum (1982) kom fram hljómsveit sem bar nafnið Íslandssjokkið. Um var að ræða kvartett, tveir kassagítarar, þverflauta og kontrabassi en engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um sveitina.

1983 og 84 kom þjóðlagatengd sveit undir nafninu Guðjón Guðmundsson og Íslandssjokkið fram nokkrum sinnum, m.a. á vísnakvöldi og fullveldishátíð Háskóla Íslands. Engar upplýsingar liggja heldur fyrir um þessa sveit en giska má á að um sömu sveit sé að ræða. Guðjón Gísli Guðmundsson (Gaui) og Þorgrímur Kristjánsson voru í þessari, ennfremur gætu þeir Björn Erlingsson bassaleikari og Matthías Eggertsson einnig hafa verið meðlimir hennar.

Allar upplýsingar þ.a.l. eru vel þegnar.