Infusoria (1991)

Infusoria1

Infusoria

Hljómsveitin Infusoria varð þekktust fyrir að sigra Músíktilraunir Tónabæjar vorið 1991. Sveitin hafði þá starfað undir öðrum nöfnum áður frá haustinu 1989, þ.á.m. Sororicide, en eftir sigurinn í tilraununum breyttu meðlimir nafni sveitarinnar aftur í Sororicide. Undir því nafni varð hún þekktust.

Meðlimir Infusoriu vorið 1991 voru þeir Gísli Sigmundsson bassaleikari (Changer o.fl.), Guðjón Óttarsson gítarleikari, Karl Ágúst Guðmundsson trommuleikari (Bellatrix, Spoon o.fl.) og Fróði Finnsson gítarleikari.

(Sjá einnig Sororicide)