Xport (1984-85)

Xport

Xport var stofnuð sem húshljómsveit á Skansinum í Vestmannaeyjum haustið 1984, og þar lék hún fram að áramótum.

Meðlimir sveitarinnar voru Pálmi Gunnarsson söngvari og bassaleikari, Þorsteinn Magnússon gítarleikari og söngvari, Ragnar Sigurjónsson trommuleikari og Guðmundur Benediktsson hljómborðsleikari og söngvari.

Eftir áramótin 1984-85 lék Xport víða uppi á landi en var einnig með annan fótinn í Eyjum, lék m.a. á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina 1985.

Xport starfaði fram á haust 1985.