Örlög (1971)

Örlög1

Örlög

Hljómsveitin Örlög var skammlíft ævintýri, stóð yfir í nokkra mánuði árið 1971.

Pétur Pétursson trommuleikari, Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Ómar Óskarsson gítarleikari og hjónin Guðmundur Ingólfsson orgelleikari og Helga Sigþórsdóttir söngkona skipuðu sveitina, sem stofnuð var í febrúar 1971.

Á þeim stutta tíma sem sveitin starfaði lagði hún einkum áherslu á tónlistina úr söngleiknum/kvikmyndinni Jesus Christ Superstar.

Hljómsveitin gekk ýmist undir nafninu Örlög eða Örlög og Helga eins og títt var um sveitir á þeim árum, að nafn söngvara kæmi fram í nafni sveitarinnar.

Ekki er að sjá að sveitin hafi lifað fram á næsta ár, 1972.