Hirosima (um 1970)

Hljómsveitin Hirosima starfaði á Siglufirði um og upp úr 1970, ekki liggur þó fyrir hversu lengi, sveitin lék líklega upphaflega hefðbundið bítlarokk en þróaðist svo yfir í progrokk og varð mun þyngri. Meðlimir Hirosima voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Ingólfsson söngvari og bassaleikari, Sigurður Hólmsteinsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson gítarleikari. Eiður Örn Eiðsson (X-izt,…

Haukar [2] (1962-78)

Hljómsveitin Haukar hefur iðulega haft á sér hálf goðsagnakenndan blæ, tvennt er þá tínt til – annars vegar að sveitin hafi verið mikil djammsveit sem hafi farið mikinn á sviðinu í fíflaskap og gleði, hins vegar allar mannabreytingarnar í henni en Haukar hljóta að gera tilkall til fyrsta sætisins þegar kemur að fjölda meðlima meðan…

Afmælisbörn 5. júní 2023

Í dag eru afmælisbörnin átta talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fimmtugur í dag og fagnar því stórafmæli. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur…

Sveinasextettinn (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Sveinasextettinn var sett saman fyrir eitt gigg, Þorláksmessutónleika Bubba Morthens í desember 1985 á Hótel Borg. Sveitin var auk Bubba sem lék á gítar og söng skipuð þeim Jens Hanssyni saxófónleikara, Guðmundi Ingólfssyni harmonikku- og orgelleikara, Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara, Kormáki Geirharðssyni sneriltrommuleikara og Björgúlfi Egilssyni bassaleikari en einnig kom Megas (Magnús…

Steinaldarmenn [2] (1989)

Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti starfrækti sumarið 1989 djassband sem gekk undir nafninu Steinaldarmenn. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hverjir skipuðu hana auk Guðmundar píanóleikara. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Spútnik tríó (um 1957-60)

Hljómsveit sem bar nafnið Spútnik tríó var starfrækt af unglingsdrengjum í Keflavík undir lok sjötta áratugar síðustu aldar og var að einhverju leyti forveri sveita eins og Hljómsveitar Guðmundar Ingólfssonar og jafnvel Hljóma, sveitin var líklega starfandi 1957 eða 58 og gæti jafnvel hafa starfað í einhverri mynd til 1960 en upplýsingar um hana eru…

Afmælisbörn 5. júní 2022

Í dag eru afmælisbörnin átta talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og níu ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

Sóló [1] (1961-80 / 2017-)

Hljómsveitin Sóló var ein allra vinsælasta bítlasveitin sem spratt fram á sjónarsviðið fyrir og um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og telst meðal stærstu nafnanna þegar kemur að uppgjöri við það tímabil, Sóló gaf aldrei út plötu á sínum tíma en hver veit hvað hefði gerst hefðu þeir fengið tækifæri til þess því sveitin hafði…

Sjálfsmorðssveitin (1978-79)

Sjálfsmorðssveitin svokallaða starfaði í um eitt ár undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en sveitin sem var skipuð valinkunnum tónlistarmönnum var sett sérstaklega saman fyrir tónleika með Megasi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Megas (Magnús Þór Jónsson) hafði verið töluvert áberandi um og upp úr miðjum áttunda áratugnum, sent m.a. frá sér plötuna Á bleikum náttkjólum…

Afmælisbörn 5. júní 2021

Í dag eru afmælisbörnin átta talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og átta ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

S.O.S. [2] (1978-86)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu SOS eða S.O.S. starfaði á höfuðborgarsvæðinu undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann níunda, og gerði einkum út á árshátíðarspilamennsku og þess konar samkomur. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1978 til 1986 og var líklega um tríó að ræða, það voru þeir Guðmundur Ingólfsson píanóleikari,…

Fart (um 1970)

Á Siglufirði starfaði skammlíft tríó (líklega árið 1970) undir nafninu Fart – sem þótti reyndar undarlegt nafnaval. Sveitina skipuðu þeir Guðmundur Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Arnar Ingólfsson [trommuleikari?] og Þorleifur Halldórsson bassaleikari. Þeir Guðmundur og Arnar eru bræður og Þorleifur er bróðir Þorvaldar „Á sjó“ Halldórssonar.

Afmælisbörn 5. júní 2020

Í dag eru afmælisbörnin sex talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og sjö ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

Guðmundur Ingólfsson [2] (1939-91)

Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti lést langt um aldur fram snemma á tíunda áratug síðustu aldar en hann hafði þá um árabil verið meðal fremstu djasstónlistarmanna hér á landi, hann hafði tónlist að aðalstarfi í áratugi og fáir léku jafn oft og hann á opinberum vettvangi, ýmist með danshljómsveitum framan af eða með tríóum, kvartettum og sveitum…

Guðmundur Ingólfsson [1] (1939-)

Nafn Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík hefur ekki farið hátt hin síðari ár í hinu tónlistarlegu samhengi en sé málið skoðað í víðu samhengi mætti segja að hann hafi breytt ýmsu í íslenskri tónlistarsögu þótt með óbeinum hætti sé. Guðmundur fæddist 1939 að öllum líkindum í Vestmannaeyjum þar sem hann mun hafa búið framan af ævi…

Geirfuglarnir (1991-)

Hljómsveitin Geirfuglarnir hefur starfað frá því snemma tíunda áratugarins með hléum og er af því er best er vitað enn starfandi. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur og hefur starfað nokkuð í leikhúsi. Upphaf Geirfuglanna má rekja til Menntaskólans við Sund þar sem Halldór Gylfason (leikari), Freyr Eyjólfsson (útvarpsmaður) og Þorkell Heiðarsson voru við…

Afmælisbörn 5. júní 2019

Í dag eru afmælisbörnin sex talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og sex ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

Bobby’s blues band (1985-88)

Trommuleikarinn Bobby Harrison starfrækti blúsband hér á landi um tíma með hléum á síðari hluta níunda áratugarins, undir nafninu Bobby‘s blues band (og einnig stundum Blues band Bobby Harrison / B.H. blues band / Solid silver). Sveitin mun hafa byrjað um mitt árið 1985 og voru þá Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Gunnar Hrafnsson…

Blúskompaníið (1967-)

Blúskompaníið er elsta blússveit landsins, brautryðjandi í blústónlist hérlendis, hefur starfað með hléum um langan tíma og er eftir því best verður komist enn starfandi. Þeir Magnús Eiríksson gítarleikari og Erlendur Svavarsson trommuleikari höfðu starfað saman í hljómsveitinni Pónik um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en voru hættir í þeirri sveit þegar þeir voru farnir…

Bob Magnusson group (1980)

Bob Magnusson group var ekki starfandi sveit en var sett saman fyrir afmælishátíð Jazzvakningar haustið 1980 þar sem hún hélt tónleika sem voru teknir upp og síðar gefnir út á plötu. Jazzvakning hélt upp á fimm ára afmæli sitt m.a. með því að bjóða hingað til lands bandaríska bassaleikaranum Bob Magnusson (Robert Magnusson f. 1947)…

Bluebirds (1963-66)

Hljómsveit að nafni Bluebirds lék í fjölmörg skipti í klúbbum á Keflavíkurflugvelli á árunum 1963-66. Ekki liggur fyrir hvort sveitin var sett saman sérstaklega fyrir þessi gigg á Vellinum eða hvort um var að ræða aðra sveit sem kallaði sig þessu nafni við þau tækifæri, t.d. Hljómsveit Guðmundur Ingólfssonar úr Keflavík sem skipuð var sömu…

Afmælisbörn 5. júní 2018

Í dag eru afmælisbörnin sex talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og fimm ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

Tríó Guðmundar Ingólfssonar (1965-91)

Tríó Guðmundar Ingólfssonar píanóleikara var í rauninni mörg tríó sem voru starfaði á ýmsum tímum frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar allt til andláts Guðmundar sumarið 1991, stundum gekk það undir nafninu Jazztríó Guðmundar Ingólfssonar eða jafnvel Jazzgrallararnir. Frægasta útgáfa tríósins er án nokkurs vafa sú sem lék með söngkonunni Björku Guðmundsdóttur á plötunni Gling…

Tívolí (1977-81)

Hljómsveitin Tívolí var einn hlekkur í keðju nokkurra sveita sem störfuðu um skeið undir mismunandi nöfnum og afar tíðum mannabreytingum. Sveitin, sem var dæmigerð ballsveit fyrst um sinn, hafði um tíma gengið undir nafninu Kvintett Ólafs Helgasonar en um svipað leyti og Ellen Kristjánsdóttir, átján ára gömul sögkona, gekk til liðs við sveitina um vorið…

Afmælisbörn 5. júní 2017

Í dag eru afmælisbörnin fimm talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og fjögurra ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

Saxon [1] (1960)

Saxon úr Keflavík var skammlíf útgáfa af Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, og starfaði í fáeina mánuði árið 1960. Hljómsveit þessi hafði starfað í nokkur ár í Keflavík undir nafni stjórnandans, Guðmundar Ingólfssonar frá Vestmannaeyjum, en þegar Þórir Baldursson píanóleikari sveitarinnar tók við stjórn hennar sumarið 1960 var ákveðið að breyta um nafn og kom þá nafnið…

Afmælisbörn 5. júní 2016

Í dag eru afmælisbörnin fimm talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og þriggja ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur ennfremur gefið út þrjár…

Járnsíða (1979)

Hljómsveitin Járnsíða var skammlíft sjö manna band skipað ólíkum einstaklingum á ýmsum aldri og með afar mismunandi bakgrunn. Þeir voru Andrés Helgason ásláttar- og trompetleikari, Eiríkur Pálsson trompetleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Guðmundur Ingólfsson píanóleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Gústaf Guðmundsson trommuleikari og Eiríkur Hauksson söngvari. Sveitin kom fram í aðeins eitt skipti, á uppákomu hjá Jazzvakningu…

Experiment (1970-77)

Hljómsveitin Experiment starfaði í nokkuð langan tíma á áttunda áratug síðustu aldar og höfðu margir viðkomu í þessari danshljómsveit. Reyndar hét sveitin upphaflega Hljómsveit Önnu Vilhjálms, stofnuð í upphafi árs 1970 en starfaði aðeins í fáeina mánuði undir því nafni áður en þau breyttu nafni sínu í Experiment. Framan af lék sveitin eingöngu fyrir hermenn…

Afmælisbörn 5. júní 2015

Í dag eru afmælisbörnin fjögur talsins: Hallbjörn Hjartarson kántrísöngvari er áttræður í dag, hann gaf út á sínum tíma ellefu plötur sem flestar höfðu að geyma kántrítónlist en nokkur laga hans náðu vinsældum, s.s. Lukku Láki, Kántrýbær, Hundurinn Húgó og Hann er vinsæll og veit af því. Hann starfrækti einnig um árabil veitingastaðinn og útvarpsstöðina…

Örlög (1971)

Hljómsveitin Örlög var skammlíft ævintýri, stóð yfir í nokkra mánuði árið 1971. Pétur Pétursson trommuleikari, Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Ómar Óskarsson gítarleikari og hjónin Guðmundur Ingólfsson orgelleikari og Helga Sigþórsdóttir söngkona skipuðu sveitina, sem stofnuð var í febrúar 1971. Á þeim stutta tíma sem sveitin starfaði lagði hún einkum áherslu á tónlistina úr söngleiknum/kvikmyndinni Jesus Christ…

Enterprise (1966-70)

Á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfandi hljómsveit á Siglufirði sem bar heitið Enterprise. Sveitin var stofnsett 1966 eða 67 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Björn Birgisson og Jóhann Skarphéðinsson [bassaleikari?]. Guðmundur Ingólfsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson komu svo í stað þeirra Kristjáns (Haukssonar) og…

Frum [1] (1971-74)

Siglfirska hljómsveitin Frum starfaði um ríflega tveggja ára skeið á árunum 1971-74 en hana stofnuðu Guðni Sveinsson, Birgir A. Ingimarsson trommuleikari, Viðar Böðvarsson[?] bassaleikari og Guðmundur Ingólfsson haustið 1973. Þeir Guðni og Guðmundur gætu hafa verið gítarleikarar. Leó Reynir Ólason orgelleikari, bættist snemma í hópinn og þegar Viðar bassaleikari hætti í sveitinni flutti hann sig…

Frum [2] (um 2000)

Guðmundur Ingólfsson hafði verið í hljómsveitinni Frum sem starfaði á Siglufirði (sjá Frum[1]. Áratugum síðar tók Guðmundur Ingólfsson upp Frum-nafnið þegar hann hóf að leika á pöbbum ásamt hinum og þessum söngkonum, a.m.k. Ylfu Lind Gylfadóttur og Jokku [G. Þorsteinsdóttur?]. Það var eftir aldamótin.

GÓP & Helga (1974)

GÓP & Helga starfaði um nokkurra mánaða skeið sumarið 1974 og var a.m.k. í upphafi hugsuð sem eins konar blús- og sálarsveit. Hún var skipuð hjónunum Guðmundi Ingólfssyni píanóleikara og Helgu Sigþórsdóttur, auk Ólafs Sigurðssonar bassaleikara og Péturs Péturssonar trommuleikara. Nafn sveitarinnar vísar til upphafsstafa meðlima hennar. Enginn gítarleikari virðist hafa verið í þessari sveit.