Bluebirds (1963-66)

Hljómsveit að nafni Bluebirds lék í fjölmörg skipti í klúbbum á Keflavíkurflugvelli á árunum 1963-66.

Ekki liggur fyrir hvort sveitin var sett saman sérstaklega fyrir þessi gigg á Vellinum eða hvort um var að ræða aðra sveit sem kallaði sig þessu nafni við þau tækifæri, t.d. Hljómsveit Guðmundur Ingólfssonar úr Keflavík sem skipuð var sömu liðsmönnum um tíma.

Meðlimir Bluebirds voru Þráinn Kristjánsson víbrafónleikari, Guðmundur Steingrímsson trommuleikari, Erlingur Jónsson bassaleikari, Jói [Jóhann Guðmundsson?] gítarleikari og Guðmundur Ingólfsson gítarleikari. Fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar og ekki er víst að ofangreindir hafi allir verið á sama tíma í henni. María Baldursdóttir söng stöku sinnum með sveitinni og einnig einhver sem kallaður var Johnny [Sigurður Johnnie?].lj

Frekari upplýsingar óskast um hljómsveitina Bluebirds.