Hirosima (um 1970)

Hljómsveitin Hirosima starfaði á Siglufirði um og upp úr 1970, ekki liggur þó fyrir hversu lengi, sveitin lék líklega upphaflega hefðbundið bítlarokk en þróaðist svo yfir í progrokk og varð mun þyngri.

Meðlimir Hirosima voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Ingólfsson söngvari og bassaleikari, Sigurður Hólmsteinsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson gítarleikari. Eiður Örn Eiðsson (X-izt, Þrumuvagninn o.fl.) bættist svo í hópinn sem söngvari og nokkru síðar kom Þórhallur Benediktsson gítarleikari inn í sveitina fyrir Sigurð og Guðmund gítarleikara.

Þessi sveit spilaði stöku sinnum opinberlega fyrir norðan.