Mánakvartettinn [3] (1992-94)

Söngkvartettinn Mánakvartettinn starfaði í Skagafirðinum á fyrri hluta síðasta áratugar liðinnar aldar. Meðlimir kvartettsins voru þeir Jón Gunnlaugsson bassi, Guðmundur Ragnarsson bassi, Magnús Sigmundsson tenór og Jóhann Már Jóhannsson tenór. Þeir félagar skemmtu með söng sínum á ýmsum samkomum í sveitinni á árunum 1992 til 94, og hugsanlega eitthvað lengur.

Pónik [2] (1961-)

Saga hljómsveitarinnar Pónik (hinnar síðari) er með lengri hljómsveitasögum hérlendis og þótt sveitin hafi nú ekki komið fram í nokkur ár er ekki enn hægt að gefa út dánarvottorð á hana, tilurð hennar spannar um hálfa öld. Ýmsar heimildir hafa komið fram um hvenær Pónik var stofnuð og nokkrar þeirra gefa upp ártalið 1964, það…

Enterprise (1966-70)

Á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfandi hljómsveit á Siglufirði sem bar heitið Enterprise. Sveitin var stofnsett 1966 eða 67 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Björn Birgisson og Jóhann Skarphéðinsson [bassaleikari?]. Guðmundur Ingólfsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson komu svo í stað þeirra Kristjáns (Haukssonar) og…