Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn (1991-)

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn hefur verið starfandi með hléum allt frá árinu 1991 en gekk fyrstu árin undir nafninu Hinir demonísku Neanderdalsmenn. Sveitin hefur sent frá sér plötu og lög á safnplötum. Sveitin var stofnuð í Keflavík árið 1991 og gekk sem fyrr segir undir nafninu Hinir demónísku Neanderdalsmenn, tónlist sveitarinnar hefur verið skilgreind sem pönk…

Hildur Rúna Hauksdóttir (1946-2018)

Hildur Rúna Hauksdóttir (fædd 1946) var líklega mun þekktari sem náttúruverndarsinni og hómópati heldur en tónlistarkona en hún sendi frá sér kassettu með svokallaðri nýaldartónlist í samstarfi við Martein Bjarnar Þórðarson árið 1994 undir titlinum Harmonics of frequency modulation þar sem hún lék á tíbetskar skálar sem ku gefa frá sér mjög sérstæðan hljóm. Ekki…

Hið afleita þríhjól – Efni á plötum

Hið afleita þríhjól – Hann snerti mig! [snælda] Útgefandi: Ísidór greifi og Medúsa Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1983 1 Álitleg þögn í minningu Robert Desnos 2. Rauð veisla 3. Fjandsamleg paradís 4. Benjamín Péret les ljóðið sitt 5. Ekkert tungl 6. Hámarkshraði 7. Lifað með tung-u 8. Dansskóli Benjamíns Péret 9. Fögur æska 10. Svefnganga…

Hið afleita þríhjól (1982-88)

Tilraunasveitin Hið afleita þríhjól var eins konar afsprengi eða framhald hljómsveitarinnar Fan Houtens Kókó sem starfað hafði þá innan Medúsu hópsins og kom upphaflega úr nýstofnuðum Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hið afleita þríhjól var stofnað haustið 1982 og kom þá fram opinberlega í fyrsta sinn, á tónleikum í Djúpinu. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu sveitina í…

Hildur Rúna Hauksdóttir – Efni á plötum

Hildur Rúna Hauksdóttir og Marteinn Bjarnar Þórðarson – Harmonics of frequency modulation [snælda] Útgefanid: HM Útgáfunúmer: HM 2001 Ár: 1994 1. Voice of Snæfellsjökull 2.The galatic tidal wave of light 3. Journey through the dimensions with singing bowls Flytjendur: Marteinn Bjarnar Þórðarson – [?] Hildur Rúna Hauksdóttir – [?]

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn – Efni á plötum

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn – Fagnaðarerindið Útgefandi: Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2012 1. Dansfíflin 2. 2007 3. Hjálp 4. Tikk takk 5. Að látast og látast 6. Gítarvísa 7. Hljómurinn 8. Tveggja sæta fyrirsæta 9. Flug 747 til Kúbu 10. Og svo… Flytjendur: Sigurður Eyberg Jóhannesson – [?] Ingibergur Þór Kristinsson – [?]…

Hispurslausi kvartettinn (2000)

Hispurslausi kvartettinn var ekki eiginleg hljómsveit heldur öllu heldur spunasveit sem lék aðeins tvívegis opinberlega og æfði hugsanlega einu sinni fyrir hvort skiptið. Kvartettinn sem reyndar var sextett og gekk einnig undir nafninu Hispurslausi sextettinn (líklega þegar kominn var endanlegur fjöldi meðlima á hana) var skipaður þekktum tónlistarmönnum sem fengnir voru af félagsskapnum Tilraunaeldhúsinu til…

Hirosima (um 1970)

Hljómsveitin Hirosima starfaði á Siglufirði um og upp úr 1970, ekki liggur þó fyrir hversu lengi, sveitin lék líklega upphaflega hefðbundið bítlarokk en þróaðist svo yfir í progrokk og varð mun þyngri. Meðlimir Hirosima voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Ingólfsson söngvari og bassaleikari, Sigurður Hólmsteinsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson gítarleikari. Eiður Örn Eiðsson (X-izt,…

Hippy shits (?)

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Hippy shits, og starfaði að öllum líkindum einhvern tímann á milli 1990 og 2000, ekki liggur fyrir hvar. Meðlimir Hippy shits munu hafa verið Halldór Geir [?] trommuleikari, Jónsi [?] bassaleikari, Logi [?] gítarleikari og Sigríður Árnadóttir söngkona [?]. Meira er ekki vitað um…

Hippies (1968)

Óskað er eftir upplýsingum um táningahljómsveit sem starfaði í Garðahreppi (síðar Garðabæ) undir nafninu Hippies, sumarið 1968. Þá um sumarið var sveitin meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit og því er óskað eftir öllum tiltækum upplýsingum um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað…

Hippabandið [2] (2000-12)

Hippabandið var hugarfóstur Vestmanneyinganna Helgu Jónsdóttur og Arnórs Hermannssonar, og varð til í kringum hippastemmingu sem myndaðist í Eyjum eftir aldamótin. Hippabandið var stofnað árið 2000 og var ekki áberandi framan af en þegar þau Helga og Arnór höfðu hleypt af stokkunum hippahátíð í Vestamannaeyjum í fyrsta sinn vorið 2002 varð sveitin sýnilegri. Ekki liggur…

Hit Móses (1998)

Hit Móses var rokksveit af þyngri gerðinni en hún kom frá Selfossi og var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðrik Einarsson gítarleikari, Birkir Jóakimsson bassaleikari, Vignir Andri Guðmundsson trommuleikari og Anton Örn Karlsson gítarleikari og söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og allt lítur út fyrir að hún…

Austmenn (1967-70)

Hljómsveitin Austmenn starfaði í Neskaupstað um nokkurra ára skeið undir lok sjöunda áratugarins en sveitin hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Fónum sem var líklega fyrsta bítlasveitin á Austfjörðum. Austmenn voru stofnaðir á fyrri hluta ársins 1967 og um sumarið lék hún á dansleik í Egilsbúð tengdum 17. júní hátíðarhöldum, og í kjölfarið á nokkrum…

Afmælisbörn 10. apríl 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi. Tryggvi G. Hansen torfhleðslu-, tónlistar- og fjöllistamaður er sextíu og átta ára gamall í dag en hann hefur verið þekktastur síðustu árin fyrir að búa í tjaldi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Tryggvi á þó einnig tónlistarferil að baki en þrjár plötur komu út tengdar honum á tíunda…