Hildur Rúna Hauksdóttir (1946-2018)

Hildur Rúna Hauksdóttir

Hildur Rúna Hauksdóttir (fædd 1946) var líklega mun þekktari sem náttúruverndarsinni og hómópati heldur en tónlistarkona en hún sendi frá sér kassettu með svokallaðri nýaldartónlist í samstarfi við Martein Bjarnar Þórðarson árið 1994 undir titlinum Harmonics of frequency modulation þar sem hún lék á tíbetskar skálar sem ku gefa frá sér mjög sérstæðan hljóm. Ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um aðkomu Hildar að tónlist.

Hildur Rúna var mikill náttúruverndarsinni og var framarlega í mótmælum gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma en það vakti athygli er hún fór í hungurverkfall haustið 2002 til að mótmæla þeim áformum.

Hildur Rúna lést haustið 2018, þess má geta að tvö barna hennar, Björk Guðmundsdóttir og Arnar Sævarsson hafa starfað við tónlist.

Efni á plötum