Sveinasextettinn (1985)

Sveinasextettinn ásamt Megasi

Hljómsveit sem bar nafnið Sveinasextettinn var sett saman fyrir eitt gigg, Þorláksmessutónleika Bubba Morthens í desember 1985 á Hótel Borg.

Sveitin var auk Bubba sem lék á gítar og söng skipuð þeim Jens Hanssyni saxófónleikara, Guðmundi Ingólfssyni harmonikku- og orgelleikara, Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara, Kormáki Geirharðssyni sneriltrommuleikara og Björgúlfi Egilssyni bassaleikari en einnig kom Megas (Magnús Þór Jónsson) fram sem leynigestur með sveitinni sem lék blöndu tónlistar frá ýmsum áttum og tímum auk laga eftir Bubba.