S.O.S. [2] (1978-86)

S.O.S. leikur fyrir dansi

Hljómsveit sem gekk undir nafninu SOS eða S.O.S. starfaði á höfuðborgarsvæðinu undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann níunda, og gerði einkum út á árshátíðarspilamennsku og þess konar samkomur.

Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1978 til 1986 og var líklega um tríó að ræða, það voru þeir Guðmundur Ingólfsson píanóleikari, Halldór Kristinsson gítarleikari [?] og Hallvarður Óskarsson [?] sem skipuðu sveitina en Árni Ísaksson hljómborðsleikari gæti einnig hafa verið í þessari sveit.