Íslensk tónverkamiðstöð [útgáfufyrirtæki / annað] (1968-)

Íslensk tónverkamiðstöð hefur verið starfandi síðan 1968 en hún hefur margvíslegu hlutverki að gegna, hefur m.a. með útgáfustarfsemi að gera, kynningu og markaðssetningu með íslenska tónlist, varðveislu og dreifingu nótna og fleira. Íslensk tónverkamiðstöð (ÍTM / ITM) var stofnuð snemma árs 1968 að erlendri fyrirmynd en undirbúningur hafði þá staðið yfir um nokkurra ára skeið,…

Íslenski kammerkórinn [2] (2012-15)

Íslenski kammerkórinn virðist hafa verið eins konar systurkór Kammerkórs Reykjavíkur eða útibú hans, sem stofnaður var að öllum líkindum haustið 2012. Ekki liggja fyrir neinar ítarlegar upplýsingar um þennan kór utan þess að Sigurður Bragason stjórnandi Kammerkórs Reykjavíkur stjórnaði honum. Íslenski kammerkórinn starfaði í þrjú ár að minnsta kosti og söng einkum trúarlega tónlist, hann…

Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn [1] (1942-51)

Á árunum í kringum heimsstyrjöldina síðari starfaði blandaður 30-40 manna kór meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn undir stjórn Axels Arnfjörð, og gekk hann undir ýmsum nöfnum s.s. Söngfélag Íslendinga í Kaupmannahöfn og Íslendingakórinn í Kaupmannahöfn en þó oftast Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn. Kórinn hafði verið stofnaður síðla árs 1942 en hann tók þó ekki til starfa…

Íslenski kórinn í Hollandi (2010-16)

Upplýsingar óskast um kór Íslendinga sem var starfræktur á árunum 2010 til 16 að minnsta kosti, undir nafninu Íslenski kórinn í Hollandi en nokkrum árum fyrr hafði kór verið þar starfandi undir nafninu Íslendingakórinn í Hollandi. Fyrir liggur að Eyjólfur Eyjólfsson var stjórnandi þessa kórs á árunum 2013 til 16, e.t.v. lengur.

Íslenski kórinn í Gautaborg – Efni á plötum

Íslenski kórinn í Gautaborg – Fyrsti Útgefandi: Íslenski kórinn í Gautaborg Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Íslenski kórinn í Gautaborg – söngur undir stjórn Kristins Jóhannessonar [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Íslenski kórinn í Gautaborg – Heima og að heiman Útgefandi: Íslenski kórinn í Gautaborg Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998…

Íslenski kórinn í Gautaborg (1989-)

Frá árinu 1989 hefur verið starfræktur blandaður kór Íslendinga í Gautaborg í Svíþjóð undir nafninu Íslenski kórinn í Gautaborg. Nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar til að starfrækja kór í Gautaborg áður en hjónin Kristinn Jóhannesson og finnsk eiginkona hans Tuula Jóhannesson komu til sögunnar árið 1989 en þau stjórnuðu kórnum allt til ársins 2008, Kristinn…

Íslenski blásarakvintettinn (1976-88)

Íslenski blásarakvintettinn starfaði um nokkurra ára skeið á árunum 1976 til 1988 og lék þá á nokkrum tónleikum, plata var alla tíð í farvatninu en kom þó aldrei út. Kvintettinn var stofnaður árið 1976 og framan af voru í honum Manuela Wiesler flautuleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari, Kristján Þ. Stephensen óbóleikari, Stefán Þ. Stephensen hornleikari…

Íslensk eðalmenni (1990)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem var starfandi árið 1990 og gekk undir nafninu Íslensk eðalmenni. Þessi sveit lék meðal annars á menntaskóladansleik á Akureyri og gæti því hugsanlega hafa verið starfandi norðanlands.

Íslenski kórinn í London (1984-)

Kór Íslendinga búsettir í London hefur verið starfandi síðan 1984, líklega nokkuð samfleytt til dagsins í dag, undir nafninu Íslenski kórinn í London. Það mun hafa verið Inga Huld Markan sem var fyrsti stjórnandi kórsins en meðal annarra stjórnenda hans má nefna Nínu Margréti Grímsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur, Aagot Óskarsdóttur, Erlu Þórólfsdóttur, Gunnar Benediktsson, Arngeir Heiðar…

Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn [2] (1984-2014)

Margt er óljóst um blandaðan kór sem var starfræktur meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn á síðari hluta síðustu aldar og fram á þessa öld, undir nafninu Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn. Kórinn virðist hafa starfað fyrst á árunum 1984-86, næst spyrst til hans árið 1994 og virðist þá hafa verið starfandi til 1997 að minnsta kosti og…

Íslenski kammerkórinn [1] (1986)

Sumarið 1986 var Garðari Cortes óperustjóra Íslensku óperunnar boðið að koma með kór til að syngja á sumartónlistarhátíð í Kaupmannahöfn sem þá stóð fyrir dyrum. Það varð úr að hann setti saman þrettán manna blandaðan kór sem samanstóð af meðlimum úr Óperukórnum og nokkrum einsöngvurum, allt hámenntað tónlistarfólk, þeirra á meðal voru Viðar Gunnarsson, Ólöf…

Afmælisbörn 5. maí 2021

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hebbi er í hljómsveitinni Skítamóral eins og flestir vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The Sushi‘s og Kántrýsveitinni Klaufum.…