Íslenski kórinn í London (1984-)

Íslenski kórinn í London

Kór Íslendinga búsettir í London hefur verið starfandi síðan 1984, líklega nokkuð samfleytt til dagsins í dag, undir nafninu Íslenski kórinn í London.

Það mun hafa verið Inga Huld Markan sem var fyrsti stjórnandi kórsins en meðal annarra stjórnenda hans má nefna Nínu Margréti Grímsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur, Aagot Óskarsdóttur, Erlu Þórólfsdóttur, Gunnar Benediktsson, Arngeir Heiðar Hauksson, Margréti Sigurðardóttur, Gísla Magnason, Þóru Hallgrímsdóttur, Matthildar Önnu Gísladóttur og nú síðast Helga Rafn Ingvarsson en hann hefur stjórnað kórnum frá árinu 2012.

Íslenski kórinn í London hefur verið ærið misjafn að stærð í gegnum tíðina en oftar en ekki hefur uppistaðan í honum verið söngfólk í námi í borginni svo hann hefur oft á tíðum verið vel mannaður þekktum söngvurum. Hann hefur sungið við messur íslenska safnaðarins í London, haldið tónleika víðs vegar um England og utan þess, t.d. hér heima á Íslandi og verið einn af fjölmörgum kórum sem tekið hafa þátt í Kóramóti íslenskra kóra erlendis. Þegar kórinn tók þátt í slíku kóramóti árið 2001 var gefin út plata með söng kóranna undir titlinum Íslenskt kóramót í Lundi 2001: Laugardaginn 11. mars 2001, þar átti Íslenski kórinn í London þrjú lög.