Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn [2] (1984-2014)

Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn

Margt er óljóst um blandaðan kór sem var starfræktur meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn á síðari hluta síðustu aldar og fram á þessa öld, undir nafninu Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn.

Kórinn virðist hafa starfað fyrst á árunum 1984-86, næst spyrst til hans árið 1994 og virðist þá hafa verið starfandi til 1997 að minnsta kosti og heyrist af og til til hans til ársins 2014 en þá virðist hann hafa hætt störfum, kórinn virðist hafa innihaldið allt að fjörutíu manns þegar mest var. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þau tímabil sem eyðurnar ná til í sögu kórsins, hvort hann t.a.m. hafi yfirleitt verið starfandi á þeim tíma.

Það var Kristjana Hróðdís Ásgeirsdóttir sem að líkindum var fyrsti stjórnandi kórins – á árunum 1984-86, Sigríður Eyþórsdóttir og Örnólfur Kristjánsson stjórnuðu honum á tíunda áratugnum og Harpa Harðardóttir var við stjórnvölinn árið 2001 en þá var hann meðal kóra sem tóku þátt í Kóramóti íslenskra kóra erlendis í Lundi, og söng þrjú lög á safnplötu sem gefin var út í tilefni af því undir titlinum Íslenskt kóramót í Lundi 2001: Laugardaginn 11. mars 2001. Aðrir stjórnendur á þessari öld eru Sigríður Eyþórsdóttir (aftur) og Stefán Arason en óskað er eftir frekari upplýsingum um kórinn sem fyrr er getið.