Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn [1] (1942-51)

Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn

Á árunum í kringum heimsstyrjöldina síðari starfaði blandaður 30-40 manna kór meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn undir stjórn Axels Arnfjörð, og gekk hann undir ýmsum nöfnum s.s. Söngfélag Íslendinga í Kaupmannahöfn og Íslendingakórinn í Kaupmannahöfn en þó oftast Íslenski kórinn í Kaupmannahöfn.

Kórinn hafði verið stofnaður síðla árs 1942 en hann tók þó ekki til starfa fyrr en á nýju ári þegar Axel kom til sögunnar og starfaði hann nokkuð samfleytt út heimsstyrjöldina en hætti þá um tíma, hann var svo endurvakinn 1947 og starfaði eftir það líklega til ársins 1951. Kórinn mun hafa sungið töluvert á tónleikum í samfélagi Íslendinganna á þessum árum.