Ungir piltar [2] (1990)

Ungir piltar

Vorið 1990 var starfrækt hljómsveit í Borgarnesi sem bar nafnið Ungir piltar, ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði.

Meðlimir Ungra pilta voru Halldór Hólm Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Andri Stefánsson bassaleikari, Ingvar Arndal Kristjánsson gítarleikari og Ómar Arndal Kristjánsson trommuleikari.