Járnsíða (1979)

Slagsíða

Hljómsveitin Slagsíða

Hljómsveitin Járnsíða var skammlíft sjö manna band skipað ólíkum einstaklingum á ýmsum aldri og með afar mismunandi bakgrunn. Þeir voru Andrés Helgason ásláttar- og trompetleikari, Eiríkur Pálsson trompetleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Guðmundur Ingólfsson píanóleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Gústaf Guðmundsson trommuleikari og Eiríkur Hauksson söngvari.

Sveitin kom fram í aðeins eitt skipti, á uppákomu hjá Jazzvakningu vorið 1979 og sást svo ekki meir.