Frum [1] (1971-74)

Frum2

Frum frá Siglufirði

Siglfirska hljómsveitin Frum starfaði um ríflega tveggja ára skeið á árunum 1971-74 en hana stofnuðu Guðni Sveinsson, Birgir A. Ingimarsson trommuleikari, Viðar Böðvarsson[?] bassaleikari og Guðmundur Ingólfsson haustið 1973. Þeir Guðni og Guðmundur gætu hafa verið gítarleikarar. Leó Reynir Ólason orgelleikari, bættist snemma í hópinn og þegar Viðar bassaleikari hætti í sveitinni flutti hann sig yfir á bassann.

Sveitin spilaði einkum á heimaslóðum en einnig nokkuð á Akureyri á sumrin, það var þó eingöngu á unglingaböllum en Frum var einmitt skipuð ungum meðlimum.

Guðni hætti sveitinni síðla árs 1972 og Guðmundur Ragnarsson tók við af honum. Fljótlega urðu heilmiklar róteringar í bandinu, hinn nýi Guðmundur gerðist bassaleikari, Leó fór aftur á orgel eins og í upphafi og Þórhallur Benediktsson kom inn sem gítarleikari.

Frum1

Hljómsveitin Frum

Sveitin lifði ekki lengi eftir þessar breytingar og svo fór að hún lognaðist útaf um haustið 1973, hún spilaði þó eitthvað pínulítið fram yfir áramótin 1973-74 áður en hún hætti endanlega.

Síðustu mánuðina gekk sveitin yfirleitt undir nafninu Hljómsveit Guðmundar eftir Guðmundi Ragnarssyni, reyndar í óþökk hans sjálfs, Guðmundur Ingólfsson var þá hættur í Frum.