Musicamaxima (1972-73)

Musicamaxima (2)1

Musicamaxima

Hljómsveitin Musicamaxima spilaði 1972-73 fyrir gesti Leikhúskjallarans. Sveitin var stofnuð sumarið 1972 og hóf að leika þar í byrjun september. Í byrjun skipuðu þessa fjögurra manna sveit líklega þeir Pálmi Gunnarsson söngvari og bassaleikari, Halldór Pálsson saxófónleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari og Úlfar Sigmarsson hljómborðsleikari.

Laust eftir áramótin hætti Pálmi söngvari í sveitinni en hann fór þá að leika í söngleiknum Hárinu, Einar Júlíusson söngvari og Kristinn Svavarsson bassaleikari komu inn í Musicamaximu í stað hans en Kristinn hefur hvorki fyrr né síðar verið þekktur fyrir að leika á bassa en hann hefur hins vegar þótt með betri saxófónleikurum landsins. Sú staða var þó upptekin að þessu sinni.

Musicamaxima lék í Leikhúskjallaranum þar til í ágústlok 1973 og hafði þá verið þar í slétt ár. Þar lauk sögu hennar.