Aukinn þrýstingur (1988-89)

Aukinn þrýstingur

Aukinn þrýstingur

Hljómsveitin Aukinn þrýstingur var stofnuð í tengslum við útgáfu á plötu Valgeirs Guðjónssonar, Góðir Íslendingar, sem kom út fyrir jólin 1988. Tveir meðlimir sveitarinnar, gömlu kempurnar Björgvin Gíslason gítarleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari, höfðu leikið undir á plötunni með Valgeiri og þegar til stóð að kynna hana með spilamennsku bættust ungliðarnir Björn Leifur Þórisson hljómborðsleikari (Lögmenn, Uzz o.fl.), Björn Jr. Friðbjörnsson bassaleikari (Nýdönsk) og Tómas Tómasson gítarleikari (Rokkabillíband Reykjavíkur o.fl.) í hópinn.

Aukinn þrýstingur hélt samstarfinu áfram eftir áramótin 1988-89 og var þá ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé, Pálmi Gunnarsson tók við bassanum af Birni Jörundi og tróðu m.a. Valgeir og Bjartmar Guðlaugsson upp með sveitinni en hún starfaði fram á vorið 1989. Einnig kom Magnús Eiríksson stöku sinnum fram með sveitinni en í þau skipti notuðu þeir Mannakorns-nafnið.