Afmælisbörn 1. janúar 2015

Felix Bergsson

Felix Bergsson

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum fyrsta degi ársins:

Felix Bergsson söngvari og leikari er 48 ára gamall, hann vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskólans á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna, vann að barnaefni ásamt Gunnari Helgasyni og hóf enn síðar sólóferil eftir að hafa menntað sig í leiklist.