Three monkeys (1995)

Three monkeys

Tríóið Three monkeys starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1995 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar.

Meðlimir sveitarinnar voru þá Pálmi Gunnarsson harmonikkuleikari, Oddur Carl Thorarensen söngvari og Emil Hreiðar Björnsson gítarleikari.

Three monkeys komust ekki áfram í úrslit Músíktilrauna og varð að öllum líkindum skammlíf sveit.